Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfestir í PayAnalytics | Lesa fréttatilkynningu

Fylgni við lög
Sanngirni og samfélagsleg ábyrgð
Tímasparnaður og betri meðferð fjármuna
Meiri starfsánægja og lægri starfsmannavelta
Er fyrirtækið þitt að

Loka launabili kynjanna?

PayAnalytics er hugbúnaðarlausn sem gerir mannauðsstjórum og stjórnendum kleift að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Hugbúnaðurinn sýnir þér hvaða áhrif nýráðningar, tilfærslur í starfi og launahækkanir hafa á launabilið og hjálpar þér að skilja launastrúktúr fyrirtækisins betur.

Ánægðir viðskiptavinir

Yfir 50 fyrirtæki nota PayAnalytics

PayAnalytics hugbúnaðurinn er notaður af fjölmörgum fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum sem hluti af stjórnkerfi sem styður við faglegar launaákvarðanir. Lausnin gagnast því bæði þeim sem eru á leið í jafnlaunavottun og ekki síður þeim sem eru að viðhalda vottuninni. Hugbúnaðurinn er í notkun hjá yfir 14% íslensks vinnumarkaðar.

    • VÍS - Insurance
    • Attentus - HR Consulting
    • Landspítali - The National University Hospital of Iceland
    • OR - Reykjavik Energy
    • Sýn - The mother company of Vodafone Iceland, Channel 2, Visir.is and more
Hvaða skref þarf að taka til að loka launabilinu?
Greining og ráðleggingar

Hvaða skref þarf að taka til að loka launabilinu?

PayAnalytics reiknar launabil kynjanna og segir nákvæmlega hvernig sé best að loka því með tilliti til sanngirni og kostnaðar. Hugbúnaðurinn greinir hvaða starfsmenn eru að valda launabilinu og mælir með þeir séu hækkaðir fyrst. Með því að hækka rétt starfsfólk sérstaklega er hægt að loka launabilinu af sanngirni og á sem hagkvæmastan máta.

Yfirlit yfir launastrúktúr fyrirtækisins
Betri yfirsýn

Yfirlit yfir launastrúktúr fyrirtækisins

PayAnalytics mælir launabilið með aðhvarfsgreiningu, birtir niðurstöður mælinga og sýnir myndrænt hvernig laun dreifast eftir stöðu innan fyrirtækis, kyni eða öðrum þáttum.

Niðurstöðurnar sem PayAnalytics birtir, gera þér kleift að sjá þá einstaklinga sem valda launabilinu, hjálpar þér að finna þá starfsmenn sem standa út úr og benda þér á leiðir til að fá launastrúktúrinn í takt við stefnu fyrirtækisins.

Hvernig heldurðu launabilinu lokuðu?
Rauntímaupplýsingar

Hvernig heldurðu launabilinu lokuðu?

Þegar verið er að ráða nýtt starfsfólk, flytja starfsfólk til í starfi eða velta fyrir sér launahækkunum sýnir PayAnalytics nákvæmlega áhrifin sem ákvarðanirnar hafa áður en þær eru teknar. Og þegar kjarasamningsbundnar hækkanir koma til framkvæmda er hægt að sjá um leið hvaða áhrif þær hafa á launabilið og hvort grípa þurfi til aðgerða vegna þeirra.

Skýjalausn eða uppsetning á staðnum
Öryggi og uppsetning

Skýjalausn eða uppsetning á staðnum

PayAnalytics er skýjalausn sem þú getur byrjað að nota strax. Öryggi gagna er forgangsmál hjá okkur og við fylgjum ströngum innri ferlum til að tryggja það. Við bjóðum einnig upp á að fyrirtæki og stofnanir setji PayAnalytics upp á eigin netkerfi.

Launaviðtölin urðu svo miklu þægilegri eftir að við byrjuðum að nota lausn PayAnalytics. Undirbúningur fyrir launaviðtölin tekur enga stund og við erum með uppfærða yfirsýn yfir alla starfsmenn sem hafa svipaðar starfsskyldur við hendina hvenær sem er. Starfsmenn okkar vita líka að ákvarðanirnar eru teknar með öguðum hætti og að launin eru sanngjörn samanborið við samstarfsfélaga þeirra.

Samstarfið við PayAnalytics mun auðvelda okkur ferlið að jafnlaunavottuninni. Við getum núna með auðveldum hætti haldið utan um launagreiningar og launaákvarðanir verða markvissari þar sem þær verða alltaf teknar út frá nýjustu upplýsingum.

Við vorum alltaf að horfa í baksýnisspegilinn með því að rýna í gömul gögn og þegar niðurstöðurnar lágu fyrir hafði margt breyst innan fyrirtækisins. Því var óljóst hvernig við ættum að laga þetta [launabilið]. Þess vegna leituðum við að lausn sem sýndi stöðuna í rauntíma og gerði okkur kleift að máta framvirkt mögulegar launaákvarðanir.

Með PayAnalytics má með einföldum hætti skoða áhrif nýráðninga, tilfærslna og launahækkana á launabilið. Þannig verður hver launaákvörðun agaðri og tryggt verður að sömu laun séu greidd fyrir jafnverðmæt störf, burtséð frá því hver gegnir starfinu.

PayAnalytics

Verðlaun og styrkir

PayAnalytics var árið 2018 valið besti nýliðinn (e. Best Newcomer) og besti samfélagsáhrifasprotinn (e. Best Social Impact Startup) í Íslandskeppni Nordic Startup Awards. PayAnalytics sigraði í apríl 2019 samkeppni sprotafyrirtækja á einni helstu mannauðsgreiningarráðstefnu Bandaríkjanna, Wharton People Analytics Conference. PayAnalytics sigraði Gulleggið árið 2016, en Gulleggið er frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. PayAnalytics er stutt af Tækniþróunarsjóði.

Latest updates

In the PayAnalytics newsroom you have an overview of the latest news on PayAnalytics, articles where we are featured as well as our media gallery. You can also follow us on Twitter, LinkedIn, Instagram and Facebook, or sign up for our newsletter.

Unnur Helgadóttir stjórnandi þáttarins á Mannauðsmáli tekur í sjöunda þætti þáttarins viðtal við Víðir Ragnarsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Víðir er sérfræðingur í viðskiptagreind á mannauðssviði OR. Víðir fer meðal annars yfir það hvernig Orkuveitunni tókst að eyða launabili kynjanna og hvað þarf til að halda stöðunni þannig.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur fjárfest  fyrir 65 milljónir króna í hugbúnaðarfyrirtækinu PayAnalytics . 

PayAnalytics hefur þróað jafnlaunalausn í skýinu sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Lausnin er nú þegar notuð af rúmlega 50 fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi sem samanlagt hafa yfir 30.000 starfsmenn, eða um 14% af íslenskum vinnumarkaði.

42% of organizations are planning for pay equity adjustments in 2020 according to the recently published @WorldatWork 2019-2020 Salary Budget Survey. Is yours one of them? PayAnalytics can help. Our customers use PayAnalytics to assist them in every step on the way towards a transparent and fair pay structure. Our software solution recommends individual raises to close the gap, quickly detects outliers, gives an overview of the cost to help with the budgeting, and so much more.

Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi íslenska sprotafyrirtækisins PayAnalytics, hlaut nýverið aðalverðlaun alþjóðlegs þings Heimssamtaka frumkvöðla- og uppfinningakvenna (GWIIN). Hún ræddi við Kjarnann um hvernig stærðfræðin getur verið notuð sem vopn gegn launamun kynjanna, hvernig hægt er að hjálpa fyrirtækjum að lækka launabil sitt og karllægu akademíuna í Bandaríkjunum.

PayAnalytics co-founders David Anderson and Margrét V. Bjarnadóttir wrote an article together with Cristian Dezso and David Gaddis Ross for Harvard Business Review about closing the gender pay gap.

Gender pay equity has become a big point of contention at many companies. Not only have politicians and other public figures spoken out against the gender pay gap, but there has also been a rising tide of high profile lawsuits targeting major employers, most notably in the U.S., with all the bad publicity and financial liability they entail.

Skráðu þig á póstlistann okkar
Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann okkar

Við sendum við og við út tölvupósta sem innihalda fréttir af starfseminni, áhugaverðar greinar og tilkynningar um uppfærslur á hugbúnaði PayAnalytics.

Við notum Mailchimp sem póstlistaþjónustu. Með því að smella á skrá mig samþykkir þú að gögnin í forminu séu send á vefþjóna Mailchimp til úrvinnslu og geymslu. Hægt er að lesa notendaskilmála Mailchimp hér. Þessi vefur (þar með talið þetta form) notar reCAPTCHA frá Google sem síu á rusl. Persónuverndar- og Notendaskilmálar Google gilda því hér.