Við erum tilnefnd til þriggja verðlauna á Nordic Startup Awards | Hægt er að kjósa PayAnalytics hér.

Fylgni við lög
Sanngirni og samfélagsleg ábyrgð
Tímasparnaður og betri meðferð fjármuna
Meiri starfsánægja og lægri starfsmannavelta
Er fyrirtækið þitt að

Loka launabili kynjanna?

PayAnalytics er hugbúnaðarlausn sem gerir mannauðsstjórum og stjórnendum kleift að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Hugbúnaðurinn sýnir þér hvaða áhrif nýráðningar, tilfærslur í starfi og launahækkanir hafa á launabilið og hjálpar þér að skilja launastrúktúr fyrirtækisins betur.

PayAnalytics

Yfir 30 fyrirtæki nota PayAnalytics. Þrjú af þeim eru

  • VÍS - Insurance
  • OR - Reykjavik Energy
  • Attentus - HR Consulting
Hvaða skref þarf að taka til að loka launabilinu?
Greining og ráðleggingar

Hvaða skref þarf að taka til að loka launabilinu?

PayAnalytics reiknar launabil kynjanna og segir nákvæmlega hvernig sé best að loka því með tilliti til sanngirni og kostnaðar. Hugbúnaðurinn greinir hvaða starfsmenn eru að valda launabilinu og mælir með þeir séu hækkaðir fyrst. Með því að hækka rétt starfsfólk sérstaklega er hægt að loka launabilinu af sanngirni og á sem hagkvæmastan máta.

Yfirlit yfir launastrúktúr fyrirtækisins
Betri yfirsýn

Yfirlit yfir launastrúktúr fyrirtækisins

PayAnalytics mælir launabilið með aðhvarfsgreiningu, birtir niðurstöður mælinga og sýnir myndrænt hvernig laun dreifast eftir stöðu innan fyrirtækis, kyni eða öðrum þáttum.

Niðurstöðurnar sem PayAnalytics birtir, gera þér kleift að sjá þá einstaklinga sem valda launabilinu, hjálpar þér að finna þá starfsmenn sem standa út úr og benda þér á leiðir til að fá launastrúktúrinn í takt við stefnu fyrirtækisins.

Hvernig heldurðu launabilinu lokuðu?
Rauntímaupplýsingar

Hvernig heldurðu launabilinu lokuðu?

Þegar verið er að ráða nýtt starfsfólk, flytja starfsfólk til í starfi eða velta fyrir sér launahækkunum sýnir PayAnalytics nákvæmlega áhrifin sem ákvarðanirnar hafa áður en þær eru teknar. Og þegar kjarasamningsbundnar hækkanir koma til framkvæmda er hægt að sjá um leið hvaða áhrif þær hafa á launabilið og hvort grípa þurfi til aðgerða vegna þeirra.

Skýjalausn eða uppsetning á staðnum
Öryggi og uppsetning

Skýjalausn eða uppsetning á staðnum

PayAnalytics er skýjalausn sem þú getur byrjað að nota strax. Öryggi gagna er forgangsmál hjá okkur og við fylgjum ströngum innri ferlum til að tryggja það. Við bjóðum einnig upp á að fyrirtæki og stofnanir setji PayAnalytics upp á eigin netkerfi.

Skráðu þig á póstlistann okkar
Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann okkar

Við sendum við og við út tölvupósta sem innihalda fréttir af starfseminni, áhugaverðar greinar og tilkynningar um uppfærslur á hugbúnaði PayAnalytics.

PayAnalytics

Verðlaun og styrkir

PayAnalytics var árið 2018 valið besti nýliðinn (e. Best Newcomer) og besti samfélagsáhrifasprotinn (e. Best Social Impact Startup) í Íslandskeppni Nordic Startup Awards. PayAnalytics sigraði í apríl 2019 samkeppni sprotafyrirtækja á einni helstu mannauðsgreiningarráðstefnu Bandaríkjanna, Wharton People Analytics Conference. PayAnalytics sigraði Gulleggið árið 2016, en Gulleggið er frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. PayAnalytics er stutt af Tækniþróunarsjóði.