Grein

Hvað er jafnlaunavottun? Helstu spurningar og svör

Jafnréttislögin kveða á um að fyrirtæki og stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfa, sé skylt að öðlast jafnlaunavottun.  Tilgangur þessara laga og ákvæða um jafnlaunavottun er að styðja við launajafnrétti og draga úr kynbundnum launamun.

Jafnréttislögin kveða á um að fyrirtæki og stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfa, sé skylt að öðlast jafnlaunavottun.

Hvað er jafnlaunavottun?

Jafnlaunavottun er nafn yfir það ferli sem felst í því að óháður vottunaraðili tekur út skipulag og rekstur jafnlaunakerfis fyrirtækis eða stofnunar.  Jafnlaunavottun til fyrirtækja og stofnana, felur í sér niðurstöðu úttektar vottunaraðila á jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar og í kjölfarið veitir Jafnréttisstofa viðkomandi leyfi til notkunar á jafnlaunamerkinu í markaðsstarfi fyrirtækis eða stofnunar.

Hvað er jafnlaunakerfi?

Árið 2012 var gefinn út jafnlaunastaðall, sem fékk nafnið ÍST-85 - Jafnlaunakerfi.

Samkvæmt staðlinum skulu fyrirtæki og stofnanir flokka störf eftir þeim kröfum sem störfin gera til starfsfólks.  Þau viðmið sem eru notuð við flokkunina eru á valdi fyrirtækjanna og stofnanna en þau skulu þó byggja á málefnalegum forsendum.

Fyrirtæki og stofnanir stýra einnig hvort og að hve miklu leyti jafnlaunakerfið tekur mið af einstaklingsbundnum þáttum starfsfólksins sjálfs, umfram þá þætti sem snerta starfið.

Staðallinn gefur fyrirtækjum og stofnunum talsvert frelsi til að stýra því að hve miklu leyti jafnlaunakerfið er aðlagað að starfsemi og aðstæðum hvers og eins.  Það sem skiptir þó mestu er að viðmið og skilgreiningar byggi á málefnalegum grunni og þannig er tryggt að ekki sé mismunað á grundvelli kynferðis.

Hvað felst í vottun?

Vottunaraðili fer yfir jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar og tryggir að það uppfyllir þær kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST 85.  Ef svo er staðfestir vottunaraðili að jafnlaunakerfið og launaákvarðanir í fyrirtækinu eða stofnuninni byggi á málefnalegum grunni og feli ekki í sér kynbundna mismunum. 

Jafnlaunavottun er gefin út til þriggja ára í senn og þarf þá að endurtaka vottunarferlið.  Með því er tryggt að jafnlaunakerfið standi af sér breyttar áherslur og málefnalegar ástæður séu áfram til staðar við launaákvarðanir. 

Hver er ávinningur fyrirtækja og stofnana?

Launaákvarðanir fylgja fyrirfram settum viðmiðum og verklagi. Tekið er mið af þeim þáttum sem fyrirtæki og stofnanir hafa skilgreint að skipti máli við launamyndun. Launaákvarðanir eru skjalfestar og greiningar eru gerðar á launum sem leiða stöðu og árangur fyrirtækis eða stofnunar í ljós. Auðveldara er að rökstyðja launaákvarðanir og fullvissa starfsfólk um að launasetning sé réttlátt. 

Hver er ávinningur starfsfólksins?

Með vottuðu jafnlaunakerfi eykst traust starfsfólks á því að faglegar og málefnalegar ákvarðanir liggi að baki ákvörðunum um hvað eigi að borga í laun. Gagnsærra launakerfi og fyrirfram skilgreind umgjörð um hvað það er sem skiptir máli við launaákvarðanir eykur traust starfsfólks til fyrirtækis eða stofnunar. Jafnlaunavottun staðfestir svo að óháður aðili votti að launaákvarðanir séu teknar af málefnalegum ástæðum en ekki hentugleika.

Þýðir vottun að ekki sé kynbundinn launamunur?

Nei, jafnlaunavottun þýðir að til sé kerfi sem útskýri launaákvarðanir og að þær byggi á málefnalegum grunni. Markmiðið með lögunum er að minnka kynbundinn launamun og er það hluti vottunar að staðfesta að áætlun sé fyrir hendi um hvernig það verði gert.

Hvaða “leikreglur gilda um mitt fyrirtæki?

Stærstu fyrirtækin og stofnanir, þar sem starfa fleiri en 150, höfðu frest til ársloka 2020 til þess að öðlast jafnlaunavottun.  Fyrirtæki þar sem starfa á bilinu 90-149 hafa frest út árið 2021 til þess að öðlast vottun og smærri fyrirtækin þar sem starfa 25-89 hafa út árið 2022 til þess að öðlast vottun.

Hvað er jafnlaunastaðfesting?

Með nýjustu breytingum á jafnréttislögum frá desember 2020 er fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa 25-49, boðið uppá jafnlaunastaðfestingu í stað jafnlaunavottunar. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á að smæstu fyrirtækin starfræki jafnlaunakerfi þar sem störf eru flokkuð og viðmið tilgreind á máta þar sem ekki sé mismunað eftir kynferði.

Hvernig styður PayAnalytics við jafnlaunavegferð míns fyrirtækis eða stofnunar?

Í öllum tilvikum, hvort sem um er að ræða jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu þarf að liggja fyrir greining á launum og mælingar á kynbundnum launamun.

PayAnalytics býður uppá lausn sem mælir og bregst við kynbundnum launamun:

  • Leggur til breytingar á  launum þess starfsfólks sem helst hefur áhrif á kynbundinn launamun.
  • Gefur ráð um launasetningu við nýráðningar og breytingar á störfum til að tryggja að árangur fyrirtækis eða stofnunar í launajafnrétti haldist.
  • Greinir þá þætti sem helst útskýra mun á launum karla og kvenna.  Verkefnin sem ráðast þarf í við að minnka þann mun verða hnitmiðaðri.
  • Býður upp á sérstakar greiningar á launamun undirhópa, t.a.m skipulagsheilda eða starfahópa.

PayAnalytics lausnin nýtist einnig vel til þess að greina og setja fram launagögn:

  • Birtir á skýran myndrænan hátt þá þætti sem hafa áhrif á laun og launamyndun,
  • Býður upp á greiningu á launum innan, og á milli, skipulagsheilda, starfahópa eða hverra þeirra bakgrunnsþátta sem kunna að hafa áhrif á laun.

Skráðu þig á póstlistann okkar
Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann okkar

Using technology to achieve pay equity

"With the right tools, supported with the right data, we can bring about workplace transformation and pay equity."

In the latest issue of Dynamic Magazine, our founder Margrét shares valuable insights for leaders using data analytics or AI on their pay equity journeys.

People analytics as a tool to improve pay equity — a blog post for Trend Report

In a recent blog post for the German HR magazine Trend Report, PayAnalytics Co-founder Margrét Bjarnadóttir explained how important it is to recognize the limitation of AI-based HR tools when making important decisions about hiring, compensation, promotions, and training opportunities. Even when workplaces do strive for equity, their data can still reflect historical biases and discriminate on the basis of ethnicity, gender, and class. Hence, to improve pay equity, companies need to find the right tools, identify where there are potential biases, and take the necessary steps to eliminate those biases.

The Nordic DEI Paradox - Not so Paradoxical?

Margret, our co-founder, Dr. Marie Louise Sunde, Founder and CEO of Equality Check, and Tuula Rytila, Corporate Vice President at Microsoft Digital Stores had an inspiring discussion on a panel on gender equity at the Nordic Innovation Summit two weeks ago. The panel was called "The Scandinavian DEI Paradox—Not So Paradoxical?" referring to the fact that while the Nordics consistently score at the top of every equality scale, women are still underrepresented on boards and in top management.

California strengthens its pay equity requirements

California, the first U.S. state to pass a law on pay data reporting, is considering proposed legislation taking the requirements of the original bill even further. Senate Bill 973 on pay equity was passed in September 2020 and requires large employers to provide data on employees by race, ethnicity, and sex in the ten job categories and pay ranges used by the U.S. Bureau of Labor Statistics. The first data reports were submitted to the Department of Fair Employment and Housing (DFEH) in March 2021.

VÍS — Working towards gender equality
Árangur viðskiptavina

VÍS — Working towards gender equality

VÍS, the largest insurance company in Iceland, offers comprehensive insurance solutions in the consumer and corporate sectors. They have close to 200 employees, mainly in Reykjavik and in different field offices around the country.

What happens in organizations when pay becomes more transparent?

Pay transparency has been regarded as an essential device to address and close pay gaps resulting from demographics, such as gender and race. New legislation, worldwide, aimed to address the gender pay gap - has in common an emphasis on more transparency in pay and pay decisions.

What Italy's new equal pay legislation means for Italian companies

On December 3, 2021 Italy signed a new equal pay law (Law 162/2021) that seeks to tackle the pay gap between men and women and encourage the participation of women in the labor market. The law introduces some important amendments to the Italian Equal Opportunity Code (Legislative Decree 198/2006), which prohibits all direct and indirect remuneration discrimination for the same job or a job considered as having the same status. The new law, focusing on transparency and rewards, is consistent with the Italian National Recovery and Resilience Plan (PNRR), which contains, among other things, a National Strategy for gender equality for the years 2021-2026.

How to use use People Analytics to Build an Equitable Workplace

Harvard Business Review just published this article, which is written by two of PayAnalytics' founders, Professors Margrét Bjarnadóttir and David Anderson, along with Professor David Gaddis Ross. It discusses how automation is changing HR and what we need to be aware of when applying Automation and AI in People Analytics.

Vörður hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2021

Það gleður okkur hjá PayAnalytics alltaf sérstaklega að fá fréttir af framúrskarandi árangri viðskiptavina. Á dögunum hlaut tryggingafélagið Vörður Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2021 með áherslu á kynjajafnrétti. Verðlaunin eru veitt árlega til fyrirtækis sem stendur sig vel þegar kemur að jafnréttismálum og veitir öðrum innblástur til að gera slíkt hið sama. Við óskum starfsfólki Varðar innilega til hamingju með árangurinn.

Margrét Vilborg stofnandi PayAnalytics í viðtali við Morgunvaktina á Rás 1

Einn af stofnendum PayAnalytics, Margrét Vilborg Bjarnadóttir, mætti í Morgunvaktina á Rás 1 í morgun og spjallaði við þau Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrúnu Hálfdánardóttur. Hún talaði um launajafnrétti, vegferð PayAnalytics og um nýlega 450 milljón króna fjárfestingu Eyris Vaxtar og Nýsköpunarsjóðs í PayAnalytics. Hún fór yfir hvernig fjárfestingin verður nýtt til að mæta mikilli eftirspurn með því meðal annars að tvöfalda þróunarteymið og byggja upp alþjóðlegt sölu- og markaðsteymi.

Can Pay Gap Analysis be the driver of equal opportunities in the workplace?

The unjustified pay gap between men and women is still present, and it seems that it will not go away without some focused efforts. Although countless studies and reports show that the gap is there, many still do not believe it impacts their own organisation. The EU Commission is increasingly communicating that the issue must be addressed. Some countries have begun the journey and have insights to share. Data analysis to determine the gap and structured implementation of measures to close the gap is increasingly used.

Dr Margrét Vilborg Bjarnadóttir will participate in this important event on the 29 June.

California Pay Data Reporting
Grein

California Pay Data Reporting

California Pay Data Reporting (SB 973) requires large employers to report pay and specific other data to the DFEH (Department of Fair Employment and Housing) by March 31, 2021, and annually after that.

Viðurkenningarathöfn vegna alþjóðlegrar jafnlaunavottunar

Þann 17. mars nk. verða í fyrsta sinn í sögunni veitt verðlaun fyrir árangur í alþjóðlegri jafnlaunavottun, Universal Fair Pay Check. Þessi alþjóðlega vottun felur í sér að árangur í jafnlaunamálum er borinn saman á samræmdan hátt milli fyrirtækja í ólíkum löndum.

Consulta la conferencia que realizó Laura Bayés Sánchez sobre cómo PayAnalytics proporciona las medidas necesarias para la nueva legislación española

En la conferencia se analiza la nueva situación laboral que la publicación del Real Decreto 901/2020 y 902/2020 del 13 de octubre dejará en las empresas españolas. Así mismo, se examinan los problemas que derivan de estas normativas y la manera en la que PayAnalytics los aborda y proporciona soluciones rápidas, eficaces y sencillas.

Companies in Spain are now obligated to take action to ensure equal pay for work of equal value

Companies in Spain are now obligated to take action to ensure equal pay for work of equal value. DireACTIVAS, one of our partners in Spain, wrote an article (in Spanish) on the new legislation and the potential impact it will have on equality in Spain. We are happy to assist Spanish companies in fulfilling the requirements of the new legislation - and our solution is of course also in Spanish!

Margrét Bjarnadóttir will participate in a Reykjavik Global Forum 2020 digital session

Come and join us virtually for a conversation about equal pay: the fast changing legislation around the world, the role of analysis and data driven decision support, the equal pay journey and key levers to drive change - all packed into 90 minutes.

Margrét Bjarnadóttir from PayAnalytics will participate in a Reykjavik Global Forum 2020 digital session on Wednesday 11th November 09:30 UTC.

The name of the event is A Fair Diagnosis: It’s time to close the wage gap - FPI Lab and you can register using the registration link below.

Íslensk fyrirtæki í lykilhlutverki í nýrri alþjóðlegri jafnlaunavottun

Orkuveita Reykjavíkur og Landspítali munu ásamt nokkrum evrópskum brautryðjendum taka þátt í alþjóðlegri jafnlaunavottun á vegum Fair Pay Innovation Lab (FPI) í Berlín. PayAnalytics, sem gerir útbreiddasta jafnlaunahugbúnað á Íslandi, er samstarfsaðili FPI í verkefninu. Stærsta fyrirtækið sem tekur þátt í verkefninu er tryggingarfyrirtækið Allianz í Þýskalandi en það minnsta er markaðsstofan Rheingans Digital Enabler, þar sem starfsfólk telur einungis nokkra tugi.

How data and analytics are essential to the process of closing pay gaps — a blog post for PRCA

In a recent blog post for PRCA PayAnalytics Co-founder and Chairman Margrét Bjarnadóttir explains in a nutshell how data and analytics are essential to the process of closing pay gaps – and keeping them closed. She explains, among other things, the two types of pay gaps most commonly mentioned in the press and the difference between the two. The blogpost also embeds a video where Margrét amongst others discusses the role of ethics and fairness when closing pay gaps. The discussion was a part of the PRCA Ethics month.

Margret Bjarnadottir wrote for Ms. Magazine: We’re Not Waiting 200 Years to Close the Gender Pay Gap

The World Economic Forum estimates that it will take over 200 years to close the gender pay gap. No one should have the patience to wait that long. How can we accelerate change? The answer may lay in data and models with a good dose of transparency.

The journey starts with gathering the data and understanding the pay structure. Then companies move on to identifying areas for improvement and eliminating unexplained demographic pay gaps through corrective action—in other words, ensuring equal pay for equal work.

Viðtal við Víði Ragnarsson í hlaðvarpsþættinum Á Mannauðsmáli

Unnur Helgadóttir stjórnandi þáttarins á Mannauðsmáli tekur í sjöunda þætti þáttarins viðtal við Víðir Ragnarsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Víðir er sérfræðingur í viðskiptagreind á mannauðssviði OR. Víðir fer meðal annars yfir það hvernig Orkuveitunni tókst að eyða launabili kynjanna og hvað þarf til að halda stöðunni þannig.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfestir í PayAnalytics

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur fjárfest  fyrir 65 milljónir króna í hugbúnaðarfyrirtækinu PayAnalytics . 

PayAnalytics hefur þróað jafnlaunalausn í skýinu sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Lausnin er nú þegar notuð af rúmlega 50 fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi sem samanlagt hafa yfir 30.000 starfsmenn, eða um 14% af íslenskum vinnumarkaði.

42% of organizations are planning for pay equity adjustments in 2020

42% of organizations are planning for pay equity adjustments in 2020 according to the recently published @WorldatWork 2019-2020 Salary Budget Survey. Is yours one of them? PayAnalytics can help. Our customers use PayAnalytics to assist them in every step on the way towards a transparent and fair pay structure. Our software solution recommends individual raises to close the gap, quickly detects outliers, gives an overview of the cost to help with the budgeting, and so much more.

Viðtal við stofnanda PayAnalytics í Kjarnanum

Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi íslenska sprotafyrirtækisins PayAnalytics, hlaut nýverið aðalverðlaun alþjóðlegs þings Heimssamtaka frumkvöðla- og uppfinningakvenna (GWIIN). Hún ræddi við Kjarnann um hvernig stærðfræðin getur verið notuð sem vopn gegn launamun kynjanna, hvernig hægt er að hjálpa fyrirtækjum að lækka launabil sitt og karllægu akademíuna í Bandaríkjunum.

Að beita gagnadrifnum aðferðum til að loka launabilum | grein fyrir insideBIGDATA

Margrét Vilborg Bjarnadóttir (@mvilborg2) stofnandi @payanalytics skrifaði gestagrein í @insideBigData um hvernig eigi að beita gagnadrifnum aðferðum til að loka launabilum. #PayGaps

"Demographic pay gaps, including the gender pay gap, are the result of more complex factors than just a desire to minimize payroll expenses. They stem from unconscious biases and processes that are better suited to one group compared to another. And, as multiple executives have found out, good intentions and “mindfulness” are not enough to eliminate the gaps."

Why Companies' Attempts to Close the Gender Pay Gap Often Fail

PayAnalytics co-founders David Anderson and Margrét V. Bjarnadóttir wrote an article together with Cristian Dezso and David Gaddis Ross for Harvard Business Review about closing the gender pay gap.

Gender pay equity has become a big point of contention at many companies. Not only have politicians and other public figures spoken out against the gender pay gap, but there has also been a rising tide of high profile lawsuits targeting major employers, most notably in the U.S., with all the bad publicity and financial liability they entail.