Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfestir í PayAnalytics | Lesa fréttatilkynningu

Hugbúnaðurinn

Launagreiningar á auðveldan hátt

PayAnalytics er hugbúnaðarlausn sem gerir þér kleift að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. PayAnalytics sýnir þér hvaða áhrif launaákvörðun hefur á launabilið áður en hún er tekin og gerir jafnframt tillögu að launum fyrir nýtt starfsfólk og starfsfólk sem er að flytjast til í starfi.

Jafnlaunagreining

Framkvæmdu þínar eigin greiningar hratt og örugglega og eins oft og þú vilt

Keyrðu jafnlaunagreiningar á gögnunum þínum og fáðu upplýsingar um launabilið og myndræna framsetningu á launastrúktúr fyrirtækisins, sem auðveldar þér að ráðast á vandann. Auk þess að mæla launabilið þá dregur PayAnalytics fram hvað það er sem hefur mest áhrif á launin í fyrirtækinu, meðvitað eða ómeðvitað. Þú getur notað PayAnalytics með hvaða launa- og mannauðskerfum sem er.

"Og hvað svo?"

Fáðu tillögur um hvaða starfsmenn eigi að hækka og um hversu mikið

Ef það mælist launabil hjá fyrirtækinu segir PayAnalytics þér hvaða starfsmenn það eru sem ættu að fá launahækkun og hversu mikil hún ætti að vera. Þannig tryggirðu að þær breytingar sem eru gerðar séu sanngjarnar en um leið hagkvæmar því þær rata á rétta staði. Hugbúnaðurinn okkar hjálpar þér að byggja upp sanngjarnan launastrúktúr.

Þekktu kostnaðinn

Fáðu greiningu á kostnaðinum við að loka launabilinu

PayAnalytics reiknar út fyrir þig hvað það kostar að minnka eða loka launabilinu þannig að hægt sé að taka það með í áætlanagerðina og ef launabilið er stórt að skipuleggja skrefin sem þarf að taka til að ná því niður.

Haltu launabilinu lokuðu

Fáðu tillögu að launum fyrir nýja starfsmenn og starfsmenn sem flytjast á milli starfa

Fáðu launatillögur sem byggjast á launalíkaninu þínu og berðu saman við markaðslaunatöflurnar þínar.

Fáðu yfirsýn

Sjáðu launastrúkturinn á auðskiljanlegri yfirlitsmynd

PayAnalytics setur launastrúktúr fyrirtækisins fram á myndrænan og auðlæsilegan máta. Það hjálpar þér að greina launaþróunina, finna útlaga og skilja hvað veldur launamuninum. Þú getur svo borað þig niður til að sjá launadreifingu í tilteknum hópum, eftir hlutverkum eða eftir öðrum tilteknum skilgreiningum.

Notaðu það tungumál sem hentar best

Val á milli fimm tungumála

Hægt er að vinna í PayAnalytics á íslensku, ensku, þýsku, frönsku og sænsku.

Gagnaöryggi

Við fylgjum ströngum öryggisstöðlum

Við rekstur og prófanir á PayAnalytics fylgjum við ströngum innri ferlum til að tryggja gagnaöryggi. Samskipti við PayAnalytics eru dulkóðuð (https) og öll gögn í gagnagrunni eru einnig dulkóðuð. Til viðbótar eru allar aðgerðir í kerfinu skráðar (e. Audit Log). Ef þú af einhverjum ástæðum hættir að nota PayAnalytics eru öll gögnin þín fjarlægð úr kerfunum eftir að líftími afrita (30 dagar) er liðinn.

Sérlausn

Það er í boði að setja PayAnalytics upp á innanhúss kerfum

Fyrir þá viðskiptavini sem vilja frekar nota eigin kerfi er í boði að fá uppsetningarpakka til að setja PayAnalytics upp innanhúss.

Áskrift

Viltu koma í áskrift?

Hugbúnaðurinn er seldur í áskrift og það er auðvelt að koma í viðskipti og byrja að nota hann. Sendu okkur línu á payanalytics@payanalytics.is til að fá meiri upplýsingar, frekari kynningu eða til að koma í áskrift.