Íslensk fyrirtæki í lykilhlutverki í nýrri alþjóðlegri jafnlaunavottun | Lesa fréttatilkynningu

Algengar spurningar og svör

Spurt og svarað

Hér má finna algengar spurningar og svör um PayAnalytics hugbúnaðinn. Skildir þú ekki finna það sem þú ert að leita að hér skaltu ekki hika við að hafa samband eða bóka kynningarfund svo við getum sýnt þér hugbúnaðinn.

Hvaða gögn þarf ég til að keyra fyrstu greininguna?

Til að gera jafnlaunagreiningu þarftu lista yfir alla starfsmenn hjá fyrirtækinu þínu. Það er nóg að hafa eftirfarandi upplýsingar til að keyra fyrstu greininguna:

 • Einkvæmt auðkenni (s.s. númer eða textastreng) fyrir hvern starfsmann.
 • A.m.k. eina lýðfræðilega breytu, eins og kyn.
 • Starfaflokk
 • Laun

Hægt er að nota hvaða aðra breytu sem er þegar greining er keyrð, t.d. fjölda vinnustunda, menntunarkröfu, starfsreynslu eða fjölda undirmanna.

Þegar búið er að keyra fyrstu greininguna er svo hægt að meta hvort það sé skynsamlegt að safna meiri gögnum.

 • #hvar-á-ég-að-byrja

Er hægt að flytja gögn úr öðrum hugbúnaði beint inn í PayAnalytics?

Já, við erum með Vefþjónustu (API) sem hægt er að nota til að senda gögnin beint inn í kerfið úr öðrum hugbúnaði.

 • #hvar-á-ég-að-byrja
 • #hlaða-inn-gögnum

Skiptir máli hvaða gjaldmiðil ég nota?

Nei, það skiptir ekki máli hvaða gjaldmiðil þú notar fyrir laun, svo lengi sem þú notar sama gjaldmiðil fyrir allt starfsfólkið.

 • #gjaldmiðill

Hvað kostar að nota PayAnalytics?

Hugbúnaðurinn er seldur í áskrift og verðið fer eftir fjölda starfsmanna. Það er auðvelt að gerast áskrifandi og byrja. Sendu línu á payanalytics@payanalytics.is til að fá verðtilboð.

 • #hvar-á-ég-að-byrja
 • #áskrift
 • #kostnaður

Er erfitt að læra á kerfið?

Við höfum það að leiðarljósi að gera kerfið okkar eins notendavænt og kostur er. Flestir notendur eru farnir að keyra greiningar á innan við klukkustund. Handbók kerfisins er innbyggð í kerfið og inniheldur myndbönd og textalýsingar á því hvernig nota skal hugbúnaðinn. Handbókin inniheldur líka gagnlegar ábendingar um túlkun niðurstaðna.

 • #hvar-á-ég-að-byrja
 • #handbók

Hvar eru gögn viðskiptavina geymd?

Stofnað er sérstakt svæði í gagnagrunni fyrir hvern viðskiptavin. Gögn viðskiptavina eru geymd á því markaðssvæði sem óskað er eftir en sem stendur erum við með gagnagrunna í Evrópu og Bandaríkjunum. Geymsla gagna uppfyllir reglur og lög sem gilda á því svæði sem við á hverju sinni.

 • #öryggismál

Er í boði að nota tveggja þátta auðkenningu (2-factor authentication)?

Já.

 • #öryggismál

Styður PayAnalytics við launagreiningar fyrir fleiri kyn en karla og konur?

Já.

 • #kyn

Hvernig virkar hugbúnaðurinn?

Þú skráir þig inn í PayAnalytics í vafranum þínum. Flestir eru með launagögnin sem á að greina í Excel skrá og henni er einfaldlega hlaðið inn. Einnig er mögulegt að tengja forritið beint við launakerfi (s.s. Kjarna). Hugbúnaðurinn umbreytir gögnunum í skýrslur og gröf sem lýsa þínum launastrúktur. Í framhaldinu er hægt að keyra greiningar á launagögnunum eftir þörfum og útbúa sérsniðnar skýrslur.

 • #hvar-á-ég-að-byrja

Er hægt að nota hugbúnaðinn fyrir fyrirtæki af öllum stærðum?

Við stefnum að því að gera launagreiningar aðgengilegar öllum, óháð stærð. Ákveðin virkni í hugbúnaðinum mun þó ekki gagnast fyrirtækjum með færri en 50 starfsmenn að fullu.

 • #stærð-fyrirtækis

Er mögulegt að fá aðstoð við að byrja?

Já. Við bjóðum upp á ráðgjöf fyrir nýja viðskiptavini. Í upphafi getur reynst gagnlegt að fara yfir þau gögn sem liggja fyrir og skoða hvernig best sé að setja þau upp. Í framhaldinu er farið yfir hvernig jafnlaunagreining er keyrð, hvernig lesið er úr niðurstöðunum og hvaða skref sé best að taka í framhaldinu til að loka launabilinu.

 • #hvar-á-ég-að-byrja
 • #ráðgjöf

Hvernig get ég byrjað að nota PayAnalytics hugbúnaðinn?

Það er auðvelt og fljótlegt að byrja að nota PayAnalytics. Sendu okkur póst á payanalytics@payanalytics.is eða skrifaðu okkur gegnum fyrirspurnarformið okkar og við tökum næstu skref saman.

 • #hvar-á-ég-að-byrja
 • #áskrift

Þarf að borga sérstaklega fyrir hvern og einn notanda í kerfinu?

Nei, áskriftin setur ekki takmörk á fjölda notenda.

 • #fjöldi-notenda

Hvernig kem ég gögnum inn í kerfið?

Hægt er að hlaða upp Excel skrá, .csv skrá eða nota vefþjónustu til að tengjast mannauðs- og launakerfum.

 • #hvar-á-ég-að-byrja
 • #hlaða-inn-gögnum

Uppfyllir PayAnalytics GDPR reglugerðina?

Já.

 • #öryggismál
 • #persónuvernd
 • #gdpr

Hvernig tryggir PayAnalytics gagnaöryggi?

 • Allur gagnafluttningur fer í gegnum örugga https tengingu með háum kröfum um dulkóðunarstaðla (TLS 1.2).
 • Gögn í gagnagrunni eru dulkóðuð.
 • Öryggisafrit eru geymd í 30 daga en eytt með sjálfvirkum hætti eftir það.
 • Stuðningur við tveggja þátta auðkenningu (TOTP).
 • Óháðir ytri aðilar framkvæma reglulegar öryggisprófanir (penetration tests).
 • #öryggismál