Störf hjá PayAnalytics

Vertu með okkur í að loka launabilum hvar sem þau finnast!

PayAnalytics er hugbúnaðarlausn, leiðandi á sínu sviði á heimsvísu, sem gerir mannauðsstjórum, stjórnendum og ráðgjöfum kleift að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Hugbúnaðurinn sýnir hvaða áhrif nýráðningar, tilfærslur í starfi og launahækkanir hafa á launabilið og einfaldar yfirsýn allra launa. Meðal viðskiptavina okkar eru stærstu vinnustaðir á Íslandi.

Að baki PayAnalytics er öflugt teymi með margþætta reynslu sem er að leita að fleirum í hópinn! Við erum að byggja upp alþjóðlegt fyrirtæki sem þrífst á fjölbreyttum skoðunum ólíkra en metnaðarfullra einstaklinga.

Á næstunni munum við setja inn nokkrar starfslýsingar sem tengjast sölu- og markaðsmálum. Þangað til að við erum búin að birta þær starfslýsingar máttu endilega senda okkur póst á careers@payanalytics.com ef þú hefur áhuga á að starfa með okkur á því sviði.

Ef einhver störf vekja áhuga þinn eða ef þú hefur spurningar til okkar bendum við þér jafnframt á að senda okkur póst á careers@payanalytics.com. Jafnvel þótt það séu engin ákveðin störf í boði hér fyrir neðan, þá erum við alltaf með augun opin fyrir nýjum meðlimum í teymið okkar, þannig að þér er velkomið að senda inn almenna umsókn á þetta póstfang líka.

Opnar stöður

Starf í boði

Business Development Representative

Reykjavík or remote

PayAnalytics is a world-leading pay equity software solution used by employers around the world to ensure the salaries they offer are fair. The solution measures pay gaps, gives concrete suggestions on how to close them, and supports real-time decisions regarding salary changes and new hire salaries so that pay gaps don’t reappear. The solution works for both gender pay gaps (male, female, non-binary) and for pay gaps related to any other demographic groups, such as race, nationality, or age.